Ásar og óróar á Íslandi

Viðburðir á vegum félagsins

Næstu viðburðir 2025 í Samtökunum 78:

10. mars kl. 20:00

Aðalfundur verður haldinn 9. mars kl. 15:00

Spilahittingur 29. mars kl. 15:00

Allir viðburðir eru haldnir í Samtökunum 78, Suðurgötu 3

Aðgengi

Hittingarnir okkar eru óformlegir og opnir öllum. Við erum yfirleitt það fá að við sitjum öll saman og reynum að halda uppi einu samtali í einu svo að þeir sem eru viðkvæmir fyrir miklum klið séu ekki útundan þegar margir tala í einu.

Stundum er boðið upp á köku og við gerum okkar besta til að hafa hana vegan sem oftast. Te, kaffi og vatn er í boði.

Samtökin 78 eru með gott aðgengi, eins og kemur fram á heimasíðu þeirra:

Hjólastólaaðgengi: Suðurgata 3 er með tveimur inngöngum, aðalinngangur sem er aðgengilegur, þar er dyraop 90cm með 2cm þröskuldi. Aðrar dyr inni í Suðurgötu 3 eru með 85cm dyraopi. Annað salernið í Suðurgötu 3 er aðgengilegt.

Hljóðvist: Hljóðvist í Suðurgötu er ábótavant, við reynum til hins ítrasta að magna upp hljóð á fundum svo öll heyri vel. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða. Þegar mörg eru í Suðurgötu 3 þá getur skynáreiti verið töluvert, við reynum að halda ráðgjafaherbergi lokuðu og geta þau sem finna mikið fyrir áreitinu fengið afnot af því herbergi eins lengi og þau þurfa.

Salerni: Engin kynjuð salerni eru í Suðurgötu 3.