Ásar og óróar á Íslandi1.2 Tilgangur félagsins er að asexual fólk (ís. eikynhneigðir), aromantic (ís. eirómantískir) og undirflokkar verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
1.3 Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að auka sýnileika með fræðslu og eiga í samstarfi við sambærileg samtök, hópa, áhugafólk hérlendis og erlendis sem stefna að sömu markmiðum.
2.2. Þeir einir teljast gildir félagar sem greitt hafa félagsgjöld. Félagsfólki ber að tilkynna úrsögn úr félaginu skriflega til stjórnar. Félagi sem ekki hefur greitt félagsgjöld í 2 ár samfellt telst hafa skráð sig úr félaginu.
2.3. Stjórnin ber ábyrgð á félagaskrá sem einungis er til afnota fyrir stjórn og starfsfólk félagsins og eru þeir bundnir þagnarskyldu um hana.
3.2 Rétt til fundarsetu hafa eingöngu gildir félagar.
3.3 Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað.
3.4 Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
3.5 Dagskrá aðalfundar er:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
1. Lögmæti aðalfundar staðfest
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Kosning skoðunarmanns reikninga
8. Önnur mál
4.2 Stjórn ákveður hverjir hafa prókúru réttindi á reikninga og netbanka félagsins.
5.2. Rétt til fundarsetu hafa eingöngu gildir félagar.
5.3 Félagsfundur er löglegur sé rétt til hans boðað.
5.4 Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
5.5 Ef 5 gildir félagar óska eftir félagsfundi ber stjórninni að boða til félagsfundar.
5.5.1 Gildur félagsmaður getur beðið stjórn um að tölvupóstur sé sendur á félagsmenn í þeim tilgangi að óska eftir stuðningi við beiðni um félagsfund. Stjórn verður að verða að þeirri ósk.
6.2 Rekstrarafgangur/hagnaður af starfsemi félagsins skal geymdur á reikningi félagsins til að nýta eftir þörfum félagsins.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi
Dagsetning: 25.02.2018